Skip to content
Fara aftur á forsíðu

Til hamingju, þú hefur fundið Vettvang…

Með óbilandi áhuga og ánægju hönnum við, forritum og stöndum vörð um marga af metnaðarfyllstu vefjum landsins.

Góð nálgun

Á Vettvangi ertu laus við flöff og hugmyndafræðilegar flækjur. Við trúum á einfaldleikann. Við erum fólk sem nýtur þess að starfa með öðru fólki í krefjandi og metnaðarfullum verkefnum. Við köllum það samstarf og teljum það öruggustu leiðina til árangurs. 

Stöðug þróun

Vinna við að þróa og móta árangursríkan vef er alltaf í gangi. Dag eftir dag, útgáfu eftir útgáfu. Það teljum við örugga leið til að ná árangri. Var það ekki annars planið?

Í nánu samstarfi

Í upphafi skal endin skoða. Við skilgreinum loka afurðina, brjótum verkið niður í viðráðanlegar stærðir og kortleggjum hvernig við ætlum að komast þangað.

Til lengri tíma

Við þekkjum þig og þú þekkir okkur. Við gætum sameiginlegra hagsmuna. Þegar þér gengur vel, þá gengur okkur vel. Þess vegna stólum við hvort á annað. Það er ekki flóknara en svo.

Fyrirtaks fólk

Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem gaman er og ánægjulegt að vinna með. Við lifum og hrærumst í stafrænum heimi og jafnvel þó við séum enn ung og æskurjóð þá búum við yfir áralangri reynslu af þróun. 

Vottaður þjónustuaðili Umbraco

Vettvangur er fyrsti og eini vottaði þjónustaðili Umbraco á Íslandi. Með vottuninni staðfestist að forritarahópur Vettvangs hefur á að skipa sérfræðingum í vefumsjónarkerfinu.