Sérhæfing í hugbúnaðarþróun með Umbraco!

Í sem fæstum orðum er Umbraco eitt öflugasta vefkerfi sem völ er á. Kerfið er opið, öruggt og einfalt í notkun og heldur utan um margar af stærstu síðum heims. Kerfið hefur á seinustu árum sópað að sér íslenskum notendum og gildir þá einu hvort um er að ræða fyrirtæki eða opinbera aðila. Og ekki að ástæðulausu.

Umbraco, sem upprunalega er frá Danmörku, hefur verið 17 ár í stöðugri þróun. Það byggir á .NET tækni Microsoft og er stutt af stórum hóp virkra notenda víðsvegar að.  Á bakvið kerfið er einnig traust fyrirtæki sem fer fyrir þróuninni en þannig hefur Umbraco náð að skapa sína einstöku opnu, öruggu og sveigjanlegu lausn.

Yfir 300 þúsund virkar uppsetningar af Umbraco keyra víðsvegar um heiminn í dag og má því með sanni segja að kerfið sé reynt og prófað við allar aðstæður.

Þó við segjum sjálfir frá þá er umhverfi til þróunar með því besta sem gerist. Sá mikli sveigjanleiki sem fylgir Umraco gefur okkur nær ótakmarkað frelsi til þróunar - enda eru lausnir samstarfsaðila okkar um margt ólíkar. Hver lausn er klæðskerasniðin eftir þörfum og kerfið aðlagað hverjum og einum. Útkoman er því kerfi sem þú þekkir, kannt á og vilt nota.

Kerfið kemur svo með einstaklega notendavænu, einföldu og fallegu viðmóti, öflugri aðgengis-og ritstýringu og í raun öllu því sem þykir æskilegt í nútíma vefumsjón.

Einn af meginstyrkleikum Umbraco er, eins og áður sagði, sú staðreynd að kerfið byggir á .NET tækni Microsoft sem hentar sérstaklega vel þar sem gerðar eru miklar kröfur um öryggi og samþættingahæfni en flest öll fyrirtæki í íslensku viðskiptaumhverfi notast við lausnir sem eru skrifaðar í sama umhverfi.

Krafan um frelsi vefkerfa verður ætíð háværari og við val á Umraco getur þú tryggt þitt. Notendur kerfisins eru ekki bundnir þjónustuaðilum, greiða ekki leyfisgjöld og eiga einir loka afurðina. Einungis er greitt fyrir þau verðmæti sem fagstuðningur veitir. Þetta er í takt við þá þróun sem hefur átt sér stað á íslenskum markaði sbr. Stefnu stjórnvalda um frjálsan og opin hugbúnað, en þar kemur fram að “leitast verði við að velja hugbúnað sem byggi á opnum stöðlum” og að “stefnt verði að því að opinberir aðilar verði ekki of háðir einstökum hugbúnaðarframleiðendum og þjónustuaðilum”.

Og það er nákvæmlega þannig sem við viljum hafa það! Sú staðreynd að þú sért frjáls til að velja veitir okkur það aðhald sem við þurfum til að þjónusta þig eins og best verður á kosið.