Öruggari, hraðari og betri Domino’s

Með nýtingu stafrænnar tækni til fulls hefur Domino’s náð árangri á netinu sem flestir geta aðeins leyft sér að dreyma um. Félagið hefur náð undraverðum árangri í sjálfvirknivæðingu viðskiptaferla sem leysa síendurtekin og tímafrek verkefni, aftur og aftur.

Umbraco valið til verkanna

Vefur Domino’s var færður í funheitan Umbraco-ofn Vettvangs snemma árs 2017. Umbraco uppfyllir kröfur Domino’s um stöðugleika, öryggi og samþættingarhæfni. Markmiðið með breytingunni var skýrt: að gera vefinn betri, öruggari og hraðari — ásamt því að hafa ótakmarkaða möguleika til frekari þróunar.

Matseðill landsmanna

Matseðill landsmanna

Viðskiptavinir Domino’s eru hvergi bangnir við að ganga frá sínum pöntunum í gegnum vefinn. Árið 2018 fóru yfir 350 þúsund pantanir í gegnum vef félagsins, dominos.is.

Meðal verkefna

Bestun á vefun og virkni

Við innleiðingu í Umbraco var hvert kóðabrot skrifað með hámarks afköst og framúrskarandi virkni í huga – því viðskiptavinir Domino’s sætta sig bara við það besta.

Samskipti og samþætting við önnur kerfi

Flæði gagna milli vefs, afgreiðslukerfa og annarra kerfa er mikilvægasti hluti þjónustunnar en kerfið er með öllu sjálfvirkt. Pöntunin þín fer til bakarans, sem tekur brosandi á móti henni, á örfáum millisekúndum.

Prófanir og öryggi

Lausnin var prófuð í bak og fyrir til að tryggja hnökralausa upplifun notenda. Álagsprófanir gáfu góða raun og ræður vefurinn við þúsundir samtímanotenda (enda veitir ekki af í megaviku). Að endingu var öryggi vefsins prófað og eflt enn frekar í samstarfi við sérfræðinga á sviði netöryggis.

Greiðsluferlið tekið í gegn

Árið 2018 var greiðsluferlið einfaldað til að bæta enn frekar notendaupplifun á vefnum.

Fjölgun netgreiðslna

Með það að markmiði að flýta fyrir afgreiðslu í verslunum var fjölgun viðskiptavina sem greiða á vefnum aðaláhersla breytinga á greiðsluferlinu. Árangurinn lét ekki á sér standa en velta um vefinn í gegnum greiðslukort og farsímagreiðslur jókst um 80% á milli ára 2018 og 2019 og fer vaxandi.

80%

Vöxtur í netgreiðslum

Hönnunin

Þegar Domino’s kom til okkar var til staðar vefhönnun og flæði sem virkaði vel. Okkar hlutverk er að bæta og uppfæra í samræmi við nýjar markaðsáherslur frekar en að umbylta. Við höfum bætt við hlutum eins og að viðskiptavinir geti endurtekið síðustu pantanir, vistað pantanir og frelsað valkosti á vefnum úr drop-down listum.

Mitt Domino’s

Með Mínu Domino’s er einfaldara og fljótlegra að panta pizzu! Upplýsingar viðskiptavina sem snúa aftur eru forútfylltar í greiðsluferlinu, vefurinn man hvar var pantað og stingur upp á síðustu stöðum sjálfkrafa. Stórnotendur geta vistað sínar pantanir og endurtekið þær með einum músarsmelli. Lífið verður ekki einfaldara!

Stöðug þróun

Í góðu samstarfi við Domino’s höfum við rætt og rýnt lausnirnar í þaula og kynnt nýjungar og betrumbætur jafnt og þétt.

Upsell

2018

Loksins, loksins. Vefurinn hættir aldrei að hjálpa þér. Nú er næstum því útilokað að gleyma hvítloksolíunni, kókinu eða brauðstöngum.

Nýjar greiðsluleiðir

2018

Síminn Pay, Aur og Kass eru dæmi um greiðslumöguleika sem Domino’s býður upp á til að svara kalli ört stækkandi hóps viðskiptavina.

Ferðamannavænn

2017

Nú geta ferðamenn og aðrir vinir Domino’s með útlensk símanúmer loksins pantað ljúffengar flatbökur og fengið SMS í gegnum vefinn.