Árið 2026 verða AR (aukinn/viðbættur veruleiki) og VR (sýndarveruleiki) orðin lykiltækni í vefverslun. AR verður ráðandi, fyrst og fremst vegna þess að notendur geta nýtt hana beint í símum sínum án viðbótartækja.
Með AR geta viðskiptavinir prófað fatnað, gleraugu, snyrtivörur og fylgihluti á sér, eða skoðað húsgögn og innanstokksmuni í eigin rými með 3d líkönum. Þetta eykur traust, auðveldar ákvarðanatöku og dregur verulega úr skilum.
AR verður einnig meira samþætt í samfélagsmiðla og öpp, þar sem notendur geta prófað vörur beint í Instagram, TikTok eða Snapchat og deilt upplifun sinni áfram.
VR heldur áfram að vaxa á afmarkaðri sviðum. Verslanir geta boðið upp á sýndarbúðir og upplifun þar sem viðskiptavinir „ganga um“ og skoða vörur í þrívídd. VR hentar sérstaklega vel fyrir flóknari eða dýrar vörur, til dæmis bíla, tækjabúnað eða sérsmíðaðar lausnir.
IKEA Place App notar AR tækni, þar sem viðskiptavinir geta mátað húsgögn í tiltekið rými, í síma sínum eða spjaldtölvu, sem minnkar líkur á skilum, eykur ánægju og minnkar kostnað. Úraframleiðandinn Baume & Mercier býður svipaða lausn, sem eykur líkur á sölu á dýrum neytendavörum í gegnum vefverslun.
Þróunin í AR/VR verður keyrð áfram af gervigreind, sem bætir persónusniðna upplifun, meðmæli í rauntíma og sýndarupplifun. Árið 2026 verða svona lausnir ekki lengur tilraunastarfsemi, heldur raunverulegt samkeppnisforskot í vefverslun.