Fara á efnissvæði
Vettvangur
Vettvangur

Samstarfsaðilar

Lyfju appið

Hlutverk okkar

  • Appþróun
  • Vefþróun
  • API samþætting
  • Mínar síður
  • Vefverslun

Verðlaunavefir

WINNER WINNER WINNER WINNER

Óhætt er að fullyrða að Lyfja sé leiðandi á markaði hvað varðar stafræna þjónustu með lyf og heilsuvörur. Ný útgáfa af Lyfju appinu býður betri notendaupplifun með dýpri vörulýsingum, betri vöruflokkun og mun meira vöruúrvali. Appið er þróað í samstarfi við Apparatus, systurfyrirtæki Vettvangs.

Lyfja 3@2X (1)

Verðlaunaapp

Lyfju appið hefur sannarlega slegið í gegn hjá notendum jafnt sem fagfólki í stafrænni vöruþróun. Appið var útnefnt „Stafræn lausn ársins” og „Verkefni ársins“ af dómnefnd SVEF fyrir 2023, og „App ársins“ og „Hönnun og viðmót ársins“ fyrir 2024.

Teymið hefur sýnt mikinn metnað í að sökkva sér í umhverfið okkar til að þróa með okkur lausn sem varpar flóknum kerfum við lyfsölu fram á einfaldan hátt en alltaf með viðskiptavininn í forgrunni.

Thorvaldur

Þorvaldur Einarsson

Forstöðumaður tæknisviðs

Persónusniðið viðmót

Á heimaskjá birtast aðeins upplýsingar sem snerta beint viðkomandi notanda, svo sem pantanir og vörur sem mælt er með fyrir hann.

Lyfja 4@2X

Afgreiðsla eftir hentugleika

Í appinu er hægt að fá pöntun senda heim samdægurs í stærstu sveitarfélögum landsins eða sækja í nálægasta eða annað valið apótek.

Lyfja 2@2X (1)

Heilsufarsmælingar á einum stað

Hægt að skrá og fylgjast með á einum stað ýmsum heilsufarsmælingum eins og blóðþrýstingi, blóðsykri og kólestróli.