Samstarfsaðilar
Lyfja
Skoða verkefni
Hlutverk okkar
- Viðmótshönnun
- Vefþróun
- Mínar síður
- API samþætting
Lyfju appið hefur slegið í gegn síðustu misseri, en nú hefur vefur Lyfju fengið hressilega uppfærslu. Vefurinn var endurhannaður frá grunni og auðgaður með dýpra efni. Rík áhersla var lögð á frábæra notendaupplifun í kaup- og afgreiðsluferli, líkt og viðskiptavinir hafa kynnst í appinu. Þá voru Mínar síður einnig endurhannaðar með vísan í hönnun og skipulag appsins.


Aðgengilegt og þægilegt viðmót á Mínum síðum
Mínar síður eru hannaðar til að gefa notendum fulla yfirsýn og stjórnun á sínum upplýsingum með einfaldri og aðgengilegri framsetningu og skipulagi.


Einfalt og fljótlegt kaup- og afgreiðsluferli
Kaupferlið í vefversluninni fylgir nú sömu framúrskarandi hönnun og virkni og í Lyfju appinu. Þetta þýðir að kaup á lyfjum og heilsuvörum eru orðin enn þægilegri, hvort sem þú notar síma, spjaldtölvu eða tölvu.

Öflug leitarvél og hugvitsamlegar vörusíur
Auðvelt er að finna vörur og þjónustu með öflugri leitarvél og vörusíum – auk þess sem viðskiptavinir geta staðsett verslanir á kortinu með einum smelli og fengið helstu upplýsingar svo sem um opnunartíma.

Hönnunarkerfi
Vandað hönnunarkerfi eykur mikið hagræði við uppfærslu viðmóta. Viðskiptavinir fá samræmda og áreiðanlega upplifun á öllum snertiflötum með vandaðri og sveigjanlegri hönnun.
